Verðlaunaafhending - Nýr miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð

Úrslit í samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð verða í opnu streymi fimmtudaginn 17. desember kl. 14.00.
Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndi til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð á suðvesturhluta reits sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil nú í lok sumars. Alls bárust 29 tillögur inn í samkeppnina en frestur til að skila rann út í lok október síðastliðinn.