Svipmyndir frá fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs 2021

9. mars 2021

Föstudaginn 5. mars fór fram fámenn en góðmenn úthlutun úr Hönnunarsjóði en um er að ræða fyrstu úthlutun ársins 2021. Búið er að opna fyrir umsóknir í seinni úthlutun ársins - frestur til 2. september. 

Hönnunarsjóður hefur ekki haldið raunverulegan viðburð tengt úthlutun síðan í lok árs 2019. Það var því einstaklega gleðilegt að geta boðið Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ráðherra, stjórn Hönnunarsjóðs og styrkþegum í nýtt húsnæði Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku fyrir helgi þar sem úthlutunin fór fram með hátíðarbrag, allt innan samkomutakmarkana. 
Áslaug Snorradóttir sá um upplifun og veitingar og ljósmyndari var Aldís Pálsdóttir. 

Hér er hægt að lesa meira um styrkþega og verkefni en hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá viðburðinum.

Dagsetning
9. mars 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Ljósmyndari
Aldís Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður