Trausti Valsson gefur þjóðinni 14 bækur um skipulag

Trausti Valsson ákvað í tilefni af 75 ára afmæli sínu í byrjun ársins að gera 14 bækur sínar um skipulag aðgengilegar öllum sem vilja. Bækurnar sem umræðir eru uppseldar en hér er hægt að nálgast þær í pdf útgáfu og flestar einnig í hljóðbókaútgáfi. Trausti mælir með því að opna fyrst pdf útgáfu bókarinnar og síðan hljóðbókina og hlusta á meðan kort og myndir eru skoðaðar. Í bókunum fjallar Trausti einnig um hvernig spádómar hans líta út í dag.
Arkitektafélagið óskar Trausta til hamingju með afmælið og þakkar honum fyrir rausnalegar gjöf til samfélagsins!
SKIPULAGSSAGAN – FRÆÐI:
1. „REYKJAVÍK VAXTARBRODDUR“ (1986). Fyrsta skipulagssaga Rvk. Þróuninni líst útfrá 9 aðalskipulagsuppdráttum.
2. „BORG OG NÁTTÚRA… EKKI ANDSTÆÐUR HELDUR SAMVERKANDI EINING“ (1999). Byggð á dr.ritgerð TV. Um galla heimsmyndar hólfunar… og skipulagssaga Rvk greind út frá því. Búin til hönnunarfræði, byggð á T´ai Ch´i, sem tengir saman borg og náttúru á ný.
Hljóðbók aðgengileg á Storytel.
3. „SKIPULAG BYGGÐAR Á ÍSLANDI – FRÁ LANDNÁMI TIL LÍÐANDI STUNDAR“ (2002). Áhrif náttúru og staðhátta á mótun byggðar. Skipulagssaga bæja og svæða. Aftast er Skipulagsmannatal, með æviágripi og mynd 111 einstaklinga.
Hljóðbók aðgengileg á Storytel.
4. „MÓTUN FRAMTÍÐAR“ (2015). Starfssaga TV. Skipulagssagan sett í samband við félags- og hugmyndaþróun sl. 50 ára.
Hljóðbók aðgengileg á Storytel.
ÍSLANDSSKIPULAG – FRAMTÍÐARSTEFNA:
1. „HUGMYND AÐ FYRSTA HEILDARSKIPULAGI ÍSLANDS“ (1987). Byggt á kortlagningu náttúrufarsþátta. Hugmyndir: Stórir fólkvangar, þróunarsvæði, hálendisvegir, borg á miðju landsins.
2. „FRAMTÍÐARSÝN – ÍSLAND Á 21. ÖLD“ (1991). Skipulagssýn byggð á heimsmynd hreinleikans, sem nýtist til að byggja upp túrisma, og aðstöðu fyrir okkur sjálf. En þá þarf átak í vegagerð.
3. „LAND SEM AUÐLIND – UM MÓTUN BYGGÐARMYNSTURS“ (1993). Svæði ferðaauðlinda og náttúruváa grunnur að skipulagi. Birt strúktúrplan fyrir SV-land.
4. „ ÍSLAND HIÐ NÝJA“ (1997). Meðhöf. Birgir Jónsson. Staða Íslands í heimi framtíðar. Landskipulag ráði megin línum. Vöntun þessa var við gerð Svæðisskipulags miðhálendisins gagnrýnd.
Hljóðbók ekki enn til.
5. „VEGAKERFIÐ OG FERÐAMÁLIN“ (2000). Bók unnin með styrk frá Vegagerðinni, og gefin út af henni. Ferðaþróun fylgir samgönguþróun. Kortlagning ferðaauðlinda landsins. Grunnur að samhæfðu landsskipulagi samgangna og ferðaþjónustu.
STAÐA ÍSLANDS Í HEIMINUM:
1. „VIÐ ALDAHVÖRF – STAÐA ÍSLANDS Í BREYTTUM HEIMI“ (1995). Meðhöf. Albert Jónsson. Unnin með styrk fá ríkisstjórninni í aðdraganda þúsaldamótanna. Mat á leiðum til framtíðar.
2. „HOW THE WORLD WILL CHANGE… WITH GLOBAL WARMING“ (2006). Í jarðsögunni skiptast á tímabil kólnunar og hlýnunar, og hafa lífríkin lagað sig að því. Bókin lýsir heimi ef hlýnunin verður ekki stöðvuð: Íslaust Íshafið verður nýtt Miðjarðarhaf og skipaleiðir liggja þar um. Fólk flýr til þessara mildu heimskautasvæða.
Hljóðbók ekki enn til.
ÞÝÐINGAR TV Á ÞREMUR BÓKA SINNA:
1. „SHAPING THE FUTURE“ (2016). Starfssaga TV. Hugmyndaþróun skipulags sl. 50 ár. Gagnrýni á tengslaleysi ríkjandi heimsmyndar, og leiðir til lagfæringar. Lýsing á ýmsum verkum TV.
2. „CITY AND NATURE – AN INTEGRATED WHOLE“ (2000). Einfölduð útgáfa af dr.ritgerð TV. Hin vísindalega, vestræna heimsmynd leiðir til vélræns og tengslalítils skipulags. TV birtir hönnarfræði heilda og samtengingar - byggð á austrænni heimsspeki - sem hjálpar við að tengja t.d. borg og náttúru saman að nýju.
3. „PLANNING IN ICELAND – FROM THE SETTLEMENT TO PRESENT TIMES“ (2003). Ritinu er skipt í fimm „bækur“: The Forces; The Shaping; Towns and Regions; Country Systems; Dev. of Today.
Á heimasíðu Trausta er ítarefni (undir BOOKS), úrval greina (ARTICLES), 100 hönnunardæmi (DESIGN), myndlist mín (ART) o.fl.