Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA

Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions*, haldið dagana 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.
Verkefnin eru öll í samvinnu við einkageirann á svæðum í kringum Minneapolis, MN. Áherslan er fyrst og fremst á sjálfbærni og raunverulega lausnir til framtíðar þegar kemur að borgarskipulagi.
Verkefni og lykilorð
- Energy and Climate Innovation Corridor Lykilorð: Micro grid, community energy, geothermal, energy monitoring solutions, last mile solutions, o.fl
- Waste-to-Energy Facility Material Recovery Strategy Lykilorð: Waste fractioning, waste-to-energy, combined heat and power waste processing, o.fl.
- Urban Food Scarcity, Security and Sustainability Lykilorð: Urban farming, greenhouse design and equipment, food security, landscape architecture, food-waste experts.
- Net Zero Energy Development Lykilorð: Architecture, building materials, building technology, energy technology (site-scale), energy efficiency and monitoring systems
- Eco-Loop Development Lykilorð: Industrial eco-loop, circular economy, industrial symbiosis, district energy, manufacturing supply-chain, urban planning
Öll ofangreind verkefni eru nú þegar í þróun hjá einkaaðilum. Þátttaka í verkefni gefur mikil tækifæri á samstarfi við þróunaraðila í Minneapolis um endanlega útfærslu á verkefninu.
Nánari upplýsingar:
Frekari upplýsingar veita verkefnastjóri verkefnisins á Íslandi, Einar Gunnar Guðmundsson, 856-7162, einar.gg@gmail.com og Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi í Norður Ameríku, 545 7766, hlynur@mfa.is
Algengar spurningar:
- Í hverju felst hakkaþonið og hvers konar vinnuframlag þarf að leggja fram?
- Í hverju felst endanleg vara í kjölfar hakkaþonsins?
- Hver er dagskrá hakkaþonsins?
Nordic City Solutions er styrkt af Nordic Innovation í gegnum verkefnið Nordic Sustainable Cities verkefnið. Íslandsstofa og Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York eru fulltrúar verkefnisins.