Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Við færum ykkur blóm

30. apríl 2022
Hönnuðirnir Stephen Fairbarn og Kristín Þorkelsdóttir. Tryggvi Tryggvason komst ekki.

Í tilefni af endurgerð Mjólkursamsölunnar á blómafernum Kristínar Þorkelsdóttur, Stephens Fairbarn og Tryggva Tryggvasonar er búið að endurvekja eldhús níunda áratugarins í Grósku. Jökull Jónsson, arkitket og Tanja Levý fata-, búninga- og textílhönnuður eiga heiðurinn af innsetningunni sem verður opinn allan HönnunarMars við aðalinngang Grósku. 

Þar  má finna úrval af  íslenskri klassík á borð við barstóla frá Stáliðjunni en jafnframt líflega hönnun Guðrúnar Margrétar Ólafsdóttur í Go Form, svo ekki sé minnst á mjólkurfernurnar og aðrar vörur Mjólkursamsölunnar sem vekja upp nostalgíutilfinningu. 

Lítið kaffiboð var haldið í Grósku til að fagna endurgerð blómafernanna með hönnuðum í innsetningunni þar sem þeim Kristínu og Stephen var meðal annars færð blóm frá teymi HönnunarMars og MS. 

Rýmið verður opið allan HönnunarMars í Grósku og hvetjum við gesti og gangandi til að koma við og upplifa afturhvarf til fortíðar.

Ólíkur bakgrunnur þeirra Jökuls og Tönju Levý smellur vel saman í verkefnum sem þessum, þar sem sameinaðir kraftar þeirra skapa áhugaverða útkomu. Saman hafa þau hannað leikmyndir og leikmuni fyrir leikhús, kvikmyndir, auglýsingar og viðburði.

Blómafernur hönnuðanna Kristínar, Tryggva og Stephen eru komnar tímabundið í verslanir og munu þær án efa vekja upp nostalgíutilfinningu hjá mörgum. Blómafernurnar, skreyttar með myndefni eftir Eggert Pétursson úr bókinni Íslensk flóra með litmyndum, komu upphaflega á markað árið 1985 þar sem Mjólkursamsalan vildi gefa neytendum blóm í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. Lestu meira hér.

Hér má sjá ljósmyndir frá Aldísi Pálsdóttur.

Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, Jökull Jónsson, arkitket, Tanja Levý fata-, búninga- og textílhönnuður, Kristín Þorkelsdóttir, hönnuður, Stephen Fairbarn, hönnuður, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars.

Tengt efni

  • Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum

  • „Hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar”

  • Viðburðir fyrir matarunnendur á HönnunarMars

Dagsetning
30. apríl 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200