Vilt þú sitja í stjórn eða fulltrúarráði Myndstefs?

25. nóvember 2022

Höfundaréttarsamtökin Myndstef óska eftir tveimur aðilum, annarsvegar í stjórn og hinsvegar í fulltrúaráð samtakanna. Eitt helsta hlutverk fulltrúarráðs er að tilnefna í stjórn samtakanna og fundar ráðið alls 2x á ári. Stjórn Myndstefs eru æðstu stjórnendur samtakanna. Stjórn fundar mánaðarlega (10 mánuði ársins) en þar að auka geta samskipti og ákvarðanir verið teknar í tölvupóstsamskiptum þess á milli. Seta í stjórn Myndstefs er greidd (eins og er, er árleg greiðsla 250.000 kr greidd til stjórnarmanna, formaður fær tvöfalda greiðslu). Formaður stjórnar er valinn af stjórn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund (í ágúst 2023).

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja í fulltrúarráði samtakanna, vinsamlegast sendið póst á netfangið ai@ai.is, með grunnupplýsingum fyrir 15. desember.

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja í stjórn Myndstefs. Þá er óskað eftir tilnefningum/upplýsingum fyrir 1. apríl 2023Í apríl verður svo boðað til fundar þar sem farið verður yfir allar umsóknir sem hafa líst yfir áhuga.

Óskað er eftir upplýsingum um áhugasama um að sitja í stjórn á netfangið myndstef@myndstef.is með;

  • Nafni viðkomandi
  • Reynsla/ferill viðkomandi sem myndhöfundur
  • Tengiliðaupplýsingar viðkomandi (sími og netfang)
  • Ástæðu áhuga viðkomandi (ef einhver er)
  • Aðrar upplýsingar sem gæti komið að gagni
     
Dagsetning
25. nóvember 2022
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr