Vilt þú taka þátt í nefndarstarfi AÍ? Aðalfundur 24. febrúar
Aðalfundur Arkitektafélags Íslands fyrir árið 2020 verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 2021. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður fundurinn haldinn sem fjarfundur. Takið daginn frá!
Eitt af því fer fram á aðalfundi er að kjósa í stjórn og nefndir félagsins og óskar nú stjórn eftir framboðum í eftirfarandi:
- Stjórn
- Samkeppnisnefnd
- Menntanefnd
- Dagskrárnefnd
- Siðanefnd
- Kjaranefnd
- Laganefnd
- Minningarstjóður Guðjóns Samúelssonar
Tilkynnið ykkar framboð með því að senda póst á netfangið ai@ai.is fyrir mánaðarmótin jan/feb.
Atkvæðarétt á aðalfundi hafa allir viðstaddir fullgildir félagsmenn sbr. þó 23. gr. laga AÍ.
Stjórn Arkitektafélags Íslands,
19. janúar 2021