Vinnurými til leigu

2. mars 2023

Vinnurými, sem hingað til hefur verið nýtt sem arkitektastofa, er laust til útleigu. Húsnæðið er 78 m2 (birt flatarmál) og skiptist í eldhús/fundaherbergi og opið vinnusvæði fyrir 4-6 vinnupláss. Gluggar eru allt um kring í suður, vestur og norður með screen rúllugardínum, og cool-lite gler í suður gluggum og panorama útsýni.

Eldhús er búið tækjum svo sem uppþvottavél og tvöföldum ísskáp. Rafmagnsrennur eru undir öllum gluggum með ljósleiðara fyrir háhraða nettengingu. Húsnæðið er nýmálað og gólfdúkur hreinsaður og endurbónaður. Svalir eru allt umhverfis gluggaveggi

Vinnurýmið er staðsett í miðbæ Kópavogs, á 4. hæð í Hamraborg 10. Þar er fyrirhuguð skiptistöð fyrir borgarlínu. 

Frekari upplýsingar veitir Benjamín Magnússon, arkitekt FAÍ í netfangið benjamin@benjamin.is

Dagsetning
2. mars 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr