Erling Jóhannesson

Erling útskrifaðist sem gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1983 og stundaði í kjölfarið framhaldsnám á Ítalíu. Hann lauk námi í leiklist frá Leiklistarsskóla íslands árið 1990 og hefur síðan starfað jöfnum höndum við leiklist og gullsmíði, bæði hér heima og erlendis. Erling rekur vinnustofu og verslun við gömlu höfnina í Reykjavík að Geirsgötu 5.