Fríða

Fríða er lítið fjöskyldu fyrirtæki í eigu hjónanna Fríðu J. Jónsdóttur og Auðuns G. Árnasonar. Fríða útskrifaðist sem gullsmiður árið 1992. Þau opnuðu sína eigin verslun árið 2007 og er hún nú staðsett í miðbæ Reykjavíkur, Skólavörðustíg 18. Hönnun Fríðu er innblásin af íslenskum fornmunum, alþýðulist og fjörunni. Framleiðslan fer að mestu öll fram á verkstæðinu þeirra á Skólavörðustíg.