Ari Svavarsson

Ari útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985 og hefur starfað sem hönnuður og myndskreytir síðan. Hann hefur unnið á auglýsingastofum stórum og smáum en lengst af sjálfstætt. Ari hefur mikla reynslu sem alhliða hönnuður og meðal verkefna hans eru firma- og vörumerki, umbúðir, umbrot, myndskreytingar og letrun. Hann sér einnig um mörkun fyrirtækja. Stærstu fyrirtæki landsins hafa verið meðal viðskiptavina hans.