Guðrún Harðardóttir
Guðrún hefur verið starfsmaður á ARGOS Arkitektastofu Grétars og Stefáns, frá árinu 2014. Stofan sérhæfir sig meðal annars í endurgerð, breytingum og viðhaldi á eldri húsum. Auk þess að vera starfsmaður hjá Argos tekur hún að sér fjölbreytt verkefni stór og smá er varða friðuð hús jafnt sem nýbyggingar, þá undir nafninu Teikn á lofti.