Halldóra Bragadóttir arkitekt FAÍ

Halldóra er arkitekt frá Lunds Tekniska Högskola (LTH) 1985. Hún stofnaði Kanon arkitekta ásamt Helga B. Thóroddsen og Þórði Steingrímssyni 1994 og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Kanon arkitektar hafa starfað frá 1994 við arkitektúr og skipulag. Fyrirtækið veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum arkitekta- skipulags- og landslagsráðgjöf og þjónustu. Hjá Kanon arkitektum starfa arkitektar og landslagsarkitekt, samstillt sjö manna teymi fagfólks.