Helga Bragadóttir arkitekt FAÍ

Helga er arkitekt frá Arkitektaháskólanum í Osló 1981. Helga var skipulagsfulltrúi Reykjavíkur frá 2002 – 2007. Frá þeim tíma hefur hún starfað hjá Kanon arkitektum. Kanon arkitektar hafa starfað frá 1994 við arkitektúr og skipulag. Fyrirtækið veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum arkitekta- skipulags- og landslagsráðgjöf. Hjá Kanon arkitektum starfa arkitektar og landslagsarkitekt, samstillt sjö manna teymi fagfólks.