Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt FAÍ

Helgi er arkitekt frá Kunstakademiet, Kaupmannahöfn 1989. Hann stofnaði fyrirtækið Kanon arkitekta ehf ásamt Halldóru Bragadóttur og Þórði Steingrímssyni arkitektum árið 1994 og hefur starfað þar síðan. Kanon arkitektar hafa starfað frá 1994 við arkitektúr og skipulag. Fyrirtækið veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum arkitekta- skipulags- og landslagsráðgjöf. Hjá Kanon arkitektum starfa arkitektar og landslagsarkitekt, samstillt sjö manna teymi fagfólks.