Karitas Möller / Andakt // Arkitýpa

Arkitekt hjá Andakt arkitektum - arkitektúr og innanhússhönnun. Útskrifuð frá Kunstakademiets Arkitektskole af afdeling 6 - arkitektur rum og form, 2010. Löggiltur mannvirkjahönnuður. Eigandi og hönnuður hjá ARKITÝPA - leikandi samstarf tveggja arkitekta, Ástríðar Birnu Árnadóttur og Karitas Möller. Mjúk og bogadregin form, efnisgerð og óhefðbundnar samsetningar mynda ljóðrænan þráð á óræðum mörkum arkitektúr og listar í verkum teymisins.