Arna Mathiesen / Apríl Arkitektar

Arna útskrifaðist með meistaragráðu í arkitektúr frá Princeton háskóla 1996 og var einn tveggja stofnenda Apríl Arkitekta árið 2003. Arna teiknar hús í öllum stærðarflokkum og tekur að sér skipulagsverkefni í borgum og bæjum við hina löngu strandlengjur Íslands og Noregs. Verk Apríl Arkitekta hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar og eru þau notuð til fyrirmyndar í bæklingum hins opinbera í Noregi fyrir góðar og framsýnar lausnir.