Birgir Örn Jónsson

Sími
Samfélagsmiðlar
Birgir lauk BA námi við Kunstakademiets Arkitektskole 2009 og meistaranámi með láði frá Bartlett School of Architecture í London árið 2012. Hann hefur starfað í London, Kaupmannahöfn og Reykjavík að fjölbreyttum verkefnum á öllum stigum mannvirkjahönnunar. Auk þess hefur Birgir fengist við sýningarstjórn, meðal annars fyrir Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Birgir er löggiltur mannvirkjahönnuður og félagi í Arkitektafélagi Íslands.