Elín Sigríður Harðardóttir

Annar eigandi Efnasmiðjunnar ehf. Elín lauk BA námi í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og skrúðgarðyrkjunámi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1992. Hún hefur m.a. starfað við verkefnastjórnun í garðyrkju og við garðahönnun. Undanfarin ár hefur hún unnið að verkefninu „Lúpína í nýju ljósi“, við þróun á umhverfisvænu trefjaefni úr alaskalúpínu.