Sesselja Thorberg // fröken fix hönnunarstudio

Sesselja hefur rekið hönnunarfyrirtækið fröken fix hönnunarstudio frá árinu 2010 sem sérhæfir sig í hönnun fyrir fyrirtæki og heimili. Sesselja hefur löngum verið hvað þekktust fyrir nálgun sína á litasamsetningum og skipulag í sínum verkum en verkefni hennar hafa verið gífurlega fjölbreytt í gegnum árin. Hún hefur einnig unnið í samstarfi við fjölda arkitekta bæði í verkefnum og samkeppnum.