Sindri Snær Sighvatsson

Iðnhönnuður (MSc) og Viðskiptafræðingur (BSc) með 8 ára reynslu sem iðnhönnuður og meira en 14 ára reynslu sem verkefnastjóri. Ég hef tekið þátt í að hanna ýmsar vörur, meðal annars tæki notuð til lækninga, húsgögn, hátalara, myndavélar og ýmis önnur raftæki. Auk þess hef ég reynslu af hönnun farartækja, umbúðahönnun, viðmóts og upplifunarhönnun, þjónustuhönnun og innanhússhönnun.