Andrea Fanney Jónsdóttir

Andrea Fanney er textílhönnuður og klæðskerameistari. Hún lauk BA námi í textílhönnun frá Glasgow School of Art árið 2012. Hún tók við deildarstjórn Textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík í kjölfarið en síðustu ár hefur hún starfað sem sjálfstætt starfandi hönnuður og kennari, meðal annars við Myndlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Andrea Fanney hefur hannað og framleitt textílvörur á Íslandi frá árinu 2007.