Anna María Lind Geirsdóttir

Efnið sem ég vinn mest úr eru tuskur. Að vefa úr tuskum eru viðbrögð mín við flæðið af fötum og öðrum textílum sem menn láta frá sér. Hvað eru tuskur? Tuskur eru gamlar flíkur og textílar sem ég fæ gefins frá vinum til að skera niður í vefanlegar lengjur. Ég lita ekki tuskurnar sem ég nota í vefnaðinn minn, umhverfissjónarmið ræður því það er búið að lita nóg í textíliðnaðinum.