Helga R. Mogensen

Helga útskrifaðist frá Edinburgh College of Art árið 2007 með BA gráðu í Skartgripahönnun og Silfursmíði. Helga hefur verið starfandi skartgripahönnuður frá því að hún útskrifaðist en hún hefur sýnt verk sín á fjölda safna og í gallerýum hérlendis og erlendis. Helga sækir í náttúruna og þá sérstaklega í fjöruna, en rekaviður er hennar helsti efniviður. Sýningin mun samanstanda af veggverkum, skartgripum og litlum stólum þar sem aðal efniviður er rekaviður.