Hanna Pétursdóttir

HANNA felting er hönnunarstúdíó, með áherslu á fata- og textílhönnun. Sérlega umhugað um að lengja virkan líftíma textíls og þ.a.l. minnka úrgang. Vistvæn og endurunnin efni eru fremst á lista í hönnunarferlinu. Og miklivægi þess að bæta jákvæða textílvitund og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hanna hannar eigin fata- og textíllínu í takmörkuðu upplagi ásamt hönnunarverkefnum í umboði og samstarfi. Að auki kennir hún textílsmiðjur og skapar samfélags-listaverkefni.