Ólöf Einarsdóttir

Sími
Samfélagsmiðlar
Íslenskt landslag og náttúruöflin hafa gefið mér mikinn innblástur við gerð verka minna. Auk þess hefur efnið sjálft, - þráðurinn leitt mig áfram. Ég nota mikið hör, snæri og hrosshár í verkin mín og spjaldvefnaður hefur verið aðferðin sem ég nota helst. Ég vinn bæði veggverk og fríhangandi þrívíð verk, stór og lítil. Hef um árabil unnið myndverk í samvinnu við Sigrúnu Ó. Einarsdóttur glerlistamann.