Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA

Birkir er landslagsarkitekt MA (Hons) frá Heriot-Watt University / Edinburgh College of Art í Skotlandi 1997. Birkir hóf störf hjá Kanon arkitektum 2011 og hefur unnið þar síðan. Kanon arkitektar hafa starfað frá 1994 við arkitektúr og skipulag. Fyrirtækið veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum arkitekta- skipulags- og landslagsráðgjöf. Hjá Kanon arkitektum starfa arkitektar og landslagsarkitekt, samstillt sjö manna teymi fagfólks.