Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

Lög Leirlistafélags Íslands

    I. KAFLI Nafn og tilgangur félagsins

    1. grein

    Félagið heitir: Leirlistafélag Íslands, sem þýðist á ensku: The Icelandic Association of Ceramic Artists.

    2. grein

    Leirlistafélag Íslands er fagfélag leirlistamanna á Íslandi. Hlutverk félagsins er að efla þekkingu á faginu með sýningum og fræðslu. Félagið hefur það að leiðarljósi að gæta hagsmuna félagsmanna og efla samheldni þeirra auk þess að stuðla að framþróun í faginu.

    II. KAFLI Inngönguskilyrði í félagið

    3. grein

    Sá sem óskar inngöngu í félagið, skal senda stjórn félagsins skriflega umsókn með upplýsingum um nám og starfsferil. Nýir félagsmenn skulu teknir í félagið á næsta stjórnarfundi eftir að stjórn hefur yfirfarið umsóknir og samþykkt, þó eigi síður en 2 mánuðum eftir að umsókn berst.

    4. grein

    Til að hafa rétt til inngöngu í Leirlistafélag Íslands þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

    Að hafa lokið viðurkenndu námi í myndlist við viðurkenndan listaskóla, eða sem svarar a.m.k. tveggja ára námi að loknu stúdentsprófi, eða sambærilegu námi. Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum:

    1. Önnur menntun í myndlist (að lágmarki samtals 2 ár) staðfest með yfirlýsingu viðkomandi stofnunar.
    2. Ein eða fleiri einkasýningar í opinberum sýningarstöðum. Staðfesting fylgi.
    3. Þátttaka í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum. Staðfesting fylgi.
    4. Verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi. Staðfesting fylgi.
    5. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd. Staðfesting fylgi.
    6. Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun. Staðfesting fylgi.

    5. grein

    Félagsmanni, sem að mati aðalfundar hefur orðið uppvís að því að vinna gegn hagsmunum félagsins, má vísa úr félaginu og þarf til þess 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi félagsins.

    6. grein

    Félagar greiði félagsgjöld innan árs frá gjalddaga og séu að öðru leyti skuldlausir við félagið vilji þeir halda rétti sínum til sýninga, kjörgengis og kosninga. Greiði félagsmaður ekki árgjaldið tvö ár í röð telst hann genginn úr félaginu. Stjórn félagsins hverju sinni, félagar 70 ára og eldri svo og heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda. Meðlimir sem ekki eru skuldlausir við félagið skulu greiða fullt gjald fyrir þátttöku í sýningum á vegum félagsins og einnig fyrir notkun á aðstöðu þess.

    7. grein

    Ef félagsmaður hyggst ganga úr félaginu þarf stjórn að berast skrifleg afsögn hans.

    III. KAFLI Fundir félagsins

    8. grein

    Aðalfund skal halda í apríl ár hvert. Fundurinn skal boðaður með tölvupósti eða skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Breytingar á stjórn skal kynna í fundarboði til aðalfundar. Aðalfundur ákveður árgjald félagsins. Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu liggja frammi á aðalfundi. Félagsmaður sem ekki mætir á aðalfund, en vill nota kosningarétt sinn, skal senda tölvupóst til stjórnar með minnst sólahrings fyrirvara. Stjórn ber að staðfesta móttöku á slíkum tölvupósti.

    9. grein

    Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi eða framhaldsaðalfundi. Lagabreytingar skulu kynntar í fundarboði til aðalfundar. Til að samþykkja lagabreytingu þarf meirihluti fundarmanna á aðalfundi að vera samþykkur breytingunni. Fyrirhugaðar lagabreytingar skulu ræddar á síðasta fundi félagsins fyrir aðalfund.

    10. grein

    Félagsfundi skal halda þegar stjórnin telur þess þörf, eða þriðjungur félagsmanna óskar þess. Félagsfundi skal boða með minnst viku fyrirvara.

    IV. KAFLI Stjórn félagsins

    11. Grein

    Stjórn félagsins skipa, formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Kosnir eru 2 stjórnarmenn á hverju ári til 2ja ára í senn. Annað árið ritari og meðstjórnandi og hitt árið gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður er kosinn sér til eins árs í senn.

    12. grein

    Formaður skal boða til funda og stjórna þeim, eða skipa fundarstjóra í sinn stað. Hann

    skal vinna að stefnumörkun fyrir félagið í samráði við stjórn. Ritari skal rita niður allt það sem gerist á fundum félagsins ásamt að rita bréf fyrir félagið í samráði við formann. Gjaldkeri skal sjá um fjárreiður félagsins í samráði við stjórn og skal vera ábyrgur fyrir greiðslu reikninga þess. Prókúra á reikninga félagsins er aðeins í höndum gjaldkera. Meðstjórnandi starfar að öllum tilfallandi málum er þurfa þykir með öðrum stjórnarmönnum og tekur sæti í forföllum þeirra eftir ákvörðun stjórnar.

    13. grein

    Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa félagsins í fagráð Miðstöðvar Hönnunar og Arkitektúrs og fulltrúaráð Myndstefs. Þeir eiga að uppfræða stjórn um gang mála hjá MHA og Myndstefi og sitja félags- eða stjórnarfundi ef stjórn telur þörf á því.

    V. KAFLI Störf nefnda

    14. grein

    Allar nefndir starfa sem undirnefndir stjórnar og skulu þær kosnar á aðalfundi ár hvert.

    15. grein

    Hlutverk nefnda felst í skipulagningu og eftirfylgni þess verkefnis sem þeim er falið í samráði við stjórn. Nefndir eru framkvæmdaaðili en allar ákvarðanir eru háðar samþykki stjórnar.

    16. grein

    Ritnefnd skal kosin á aðalfundi, skipa hana tveir félagsmenn. Kosið er til eins árs. Hlutverk nefndarinnar er að sjá um heimasíðu félagsins og samfélagsmiðla. Auk almennrar uppfærslu felast störf nefndarinnar líka í að sjá um rafrænan myndabanka félagsins, m.a. með söfnun á ljósmyndum af verkum félagsmanna, sem nefndinni er heimilt að birta á miðlum félagsins, með fullu leyfi þeirra.

    17. grein

    Sýninganefnd skal kosin á hverju ári á aðlafundi og til vara á félagsfundi, hana skipa þrír félagsmenn.

    VII. KAFLI Eignir og reikningshald

    18. grein

    Félagið á allar eignir sem heild og getur því enginn hvorki meðan hann er félagi eða við brottför úr félaginu gert tilkall til þeirra.

    19. grein

    Reikningsár félagsins er starfsár stjórnar.

    Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    Gróska, Bjargargata 1
    102 Reykjavik

    info@honnunarmidstod.is

    • Facebook
    • Instagram
    • Vimeo
    • Pinterest
    © Hönnunarmiðstöð 2025.

    Sími 771 2200