Minningarsjóður
Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.
Um sjóðinn
Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.
Minningarsjóðurinn hefur veitt styrki frá árinu 1995. Styrkveitingin hefur oftast farið fram í tengslum við afmælisdag Guðjóns Samúelssonar en hann var fæddur 16. apríl 1887 og dó 25 apríl 1950, fimm dögum eftir vígslu Þjóðleikhússins.
Formaður stjórnar sjóðsins 2021 er Sigríður Maack, formaður AÍ. Aðrir í stjórn eru Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Garðar Snæbjörnsson, félagar í AÍ og Erling Jóhannesson forseti BÍL, sem tilnefndur er af stjórn BÍL.
Styrkveitingar úr sjóðnum
Styrkveitingar 2023
- Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut 1.000.000 kr úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Halldóra Arnardóttir er með doktorsgráðu í byggingarlistasögu og starfar sem sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún hefur skrifað fjölda greina um arkitektúr og hönnun bæði heima og erlendis. Stefnt er að því að bókin um Skarphéðinn Jóhannsson komi út árið 2023.
Styrkveitingar 2021
- Húsnæðiskostur & hýbílaauður hlaut 1.500.000 kr. styrk til útgáfu bókar og miðlun rannsókna á sviði húsnæðismála frá sjónarhóli arkitektúrs og hönnunar. Í bókinni er þróun húsnæðiskosta á Íslandi spegluð í alþjóðlegu samhengi hugmynda-, félags- og fagurfræði sem og hagrænna þátta og verður lögð áhersla á gæði húsnæðis og áhrif þeirra á heilsu og upplifunar fólks. Markmiðið með útgáfunni er að brýna rödd og þekkingu fag-og fræðafólks á sviði hönnunar og arkitektúrs til áhrifa á sviði húsnæðismála. Á bak við verkefnið standa Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur; Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt; Ásgeir Brynjar Torfason, viðskiptafræðingur; Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, arkitekt; Hólmfríður Jónsdóttir, arkitekt og Snæfríð Þorsteins, hönnuður.
Styrkveitingar 2015
- Pétur H. Ármannsson arkitekt hlaut 1.000.000 kr. styrk til undirbúnings og vinnslu yfirlitsrits um ævi og verk Guðjóns Samúelssonar arkitekts og húsameistara ríkisins.
Styrkveitingar 2013
- Dennis D. Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitektar hlutu 500.000 kr. styrk til að hefja undirbúning að útgáfu rannsóknarverkefnisins Íslensk byggingarsaga – áhrif frá Bretlandseyjum.
- Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur hlutu 500.000 kr. styrk vegna útgáfu bókarinnar Reykjavík eins og hún hefði getað orðið.
- Pétur H. Ármannsson arkitekt hlaut 400.000 kr. styrk vegna útgáfu yfirlitsrits um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts.
Styrkveitingar 2011
- Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ fær 500.000 kr. styrk til rannsóknarvinnu og skrif um ævi og verk Högnu Sigurðardóttur arkitekts.
- Pétur H. Ármannsson, arkitekt FAÍ fær 500.000 kr. styrk til undirbúnings og útgáfu yfirlitsrits um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts.
- Sögumiðlun, Ólafur J. Engilbertsson fær 400.000 kr. styrk til heimildavinnu, söguritunar, ljósmyndatöku og útgáfu bókar um Þóri Baldvinsson arkitekt.
Styrkveitingar 2009
- Dr. Atli Magnús Seelow, arkitekt fær 400.000 kr. til að vinna við ritun bókar um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins.
- Dagskrárnefnd AÍ; Anna Sóley Þorsteinsdóttir, arkitekt FAÍ, Laufey Agnarsdóttir arkitekt FAÍ og Magnús Jensson arkitekt FAÍ , í samstarfi við Guju Dögg Hauksdóttur, arkitekt FAÍ og Sigríði Maack arkitekt FAÍ fá 500.000.-kr. í styrk til sýningar á verkum Högnu Sigurðardóttur heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands.
- Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ fær 300.000.-kr. styrk til vinnu við skráningu á samkeppnum sviði bygginga og skipulags, sem hafið komið til kasta arkitektafélaganna á Íslandi.
- Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, þjóð –og ferðamálafræðingur, Olga Guðrún Sigfúsdóttir arkitekt FAÍ og Þórdís Erla Ágústdóttir, ljósmyndari og menningarfræðingur, fá 300.000.- kr. styrk til útgáfu bókar um íslenska baðmenningu.
- Pétur H. Ármannsson, arkitekt FAÍ og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur fá 500.000.- kr. styrk til lokavinnslu bókar um verk Manfreðs Vilhjálmssonar sem fyrsta verk í ritröð um íslenska arkitekta.
Styrkveitingar 2007
- Haraldur Helgason arkitekt 800.000 kr. styrkur til útgáfu rits/ritverka um samkeppnir á sviði bygginga og skipulags á Íslandi.
- Pétur H. Ármannsson, arkitekt og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur 600.000 kr. styrkur til að skrifa bók um verk Manfreðs Vilhjálmssonar sem fyrsta verk í ritröð um íslenska arkitekta.
- Atli Magnús Seelow arkitekt 200.000 kr. styrkur til að vinna við rannsóknarverkefnið “Neues Bauen – ný byggingarlist á Íslandi á millistríðsárunum”, en það er doktorsverkefni við Tækniháskólann í München.
Styrkveitingar 2005
- Arkitektafélag Íslands kr. 360.000 styrkur til að setja upp sýningu á íslenskri byggingarlist á næsta ári í samstarfi við Listaháskóla Íslands og arkitektaskólana í Árósum, Ósló og Gautaborg.
- Samstarfshópur AÍ kr. 350.000 styrkur til verkefnisins “Byggingarlist í augnhæð”, sem er námsefni í byggingarlist til kennslu í grunnskólum. Það er unnið af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt.
- Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur kr. 250.000 framhaldsstyrk til að halda áfram að vinna skrá yfir verk Guðjóns Samúelssonar.
- Guðmundur Ingólfsson, Ljósmyndastofan Ímynd kr. 250.000 styrkur til að vinna að ljósmyndaverkefni um “nafnlausa byggingarlist”.
- Atli Magnús Seelow arkitekt kr. 100.000 styrkur til að vinna við rannsóknarverkefnið “Neues Bauen – ný byggingarlist á Íslandi á millistríðsárunum” en það er doktorsverkefni við Tækniháskólann í München.
Styrkveitingar 2003
- “Leiðsögn um íslenska byggingarlist” 400.000 kr styrkur til styrktar útgáfu, kynningarstarfsemi og markaðssetningu á samnefndu leiðsöguriti.
- Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt 400.000 kr. styrkur til að vinna að verkefninu ”íslensk menning í byggingarlist”, sem miðar að því að vinna ”aðgengilegt efni sem veitti innsýn í íslenska byggingarlist út frá heildstæðri nálgun”. Verkefnið er hugsað sem handrit að bók, sem vinna mætti úr þætti fyrir sjónvarp og e.t.v. kennsluefni fyrir grunn- og framhaldsskóla.
Styrkveitingar 2001
- Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur 500.000 kr styrkur til ítarlegrar heildarskráningar á verkum Guðjóns Samúelssonar.
Styrkveitingar 1999
- Arkitektafélag Íslands 200.000 kr styrkur til að gefa út leiðsögurit um íslenska byggingarlist í tilefni af útnefningu Reykjavíkurborgar sem einnar af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Rit þetta verður hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður gefið út á íslensku og ensku. Ritið verður nokkurs konar sýningarskrá að íslenskri byggingarlist í Reykjavík og á landsbyggðinni.
- Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur 200.000 kr styrkur til skráningar- og rannsóknarverkefna í tengslum við varðveislu á verkum látinna íslenskra arkitekta.
Styrkveitingar 1997
- Arkitektafélag Íslands 200.000 kr styrkur til að gefa út Arkitektatal,- æviágrip og ágrip af starfssögu íslenskra arkitekta heima og erlendis ásamt ítarlegum bókarauka um íslenska byggingarlist.
- Hjörleifur Stefánsson arkitekt 100.000 kr styrkur til að hefja vinnu við útgáfu fræðsluefnis í myndum og texta um hús í umsjá Þjóðminjasafns Íslands, .þ.e. friðuð hús í opinberri umsjá á Íslandi.
Styrkveitingar 1995
- Haraldur Helgason arkitekt 100.000 kr styrkur til að afla gagna og skrá gögn arkitektafélaganna á Íslandi,- Byggingameistarafélagsins 1926-39, Akademíska arkitektafélagsins 1936-39, Húsameistarafélags Íslands 1939-56 og Arkitektafélags Íslands frá þeim tíma.
- Guðjón Friðriksson 100.000 kr styrkur til að vinna áfram að gerð handhægra og aðgengilegra bóka um umhverfi okkar. Hér er um að ræða röð nokkurs konar leiðsögubóka um gömlu hverfin í Reykjavík og aðra gamla bæi og þorp s.s. Hafnarfjörð, Stykkishólm, Ísafjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og Eyrarbakka.
- Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur 50.000 kr til þess að eignast vandað módel í mkv. 1 : 25 af húsi eftir Högnu Sigurðardóttur í Garðabæ.