Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
FHI er fagfélag húsgagna- og innanhússarkitekta
Hlutverk félagsins er að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta og auka þekkingu og skilning á starfi þeirra. Félaginu er ætlað að efla samkennd félagsmanna, gæta hagsmuna þeirra og efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði húsgagna- og innanhússarkitekta, innanlands sem utan. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að bættum híbýlaháttum og eflingu hönnunar.
Félagssamþykktir
- Heiti og hlutverk félagsins
- Félagar, skyldur og réttindi
- Innganga í félagið, úrsögn og brottvikning
- Aðalfundur og félagsfundir
- Stjórn og nefndir
- Reikningsár og félagsgjöld
- Gerðardómur
- Félagsslit
- Lagabreytingar
Heiti félagsins er Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, skammstafað FHI, og er aðsetur þess í Reykjavík.
Hlutverk félagsins er:
- að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta
- að auka þekkingu og skilning á starfi þeirra
- að efla samkennd félagsmanna
- að gæta hagsmuna félagsmanna
- að efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði húsgagna- og innanhússarkitekta, innanlands sem utan
- að stuðla að bættum híbýlaháttum og eflingu hönnunar