Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
FHI er fagfélag húsgagna- og innanhússarkitekta
Hlutverk félagsins er að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta og auka þekkingu og skilning á starfi þeirra. Félaginu er ætlað að efla samkennd félagsmanna, gæta hagsmuna þeirra og efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði húsgagna- og innanhússarkitekta, innanlands sem utan. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að bættum híbýlaháttum og eflingu hönnunar.