Félag íslenskra teiknara

Tilgangur Félags íslenskra teiknara er að gæta hagsmuna teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga. Félaginu er ætlað að efla og styrkja atvinnugreinina með faglegri fræðslu, sýningum o.fl. Félagið veitir félagsmönnum sínum aðstoð við fagleg og lögfræðileg atriði og gætir réttinda félagsmanna sinna.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum
Facebook
Instagram

Um keppnina

FÍT keppnin er haldin árlega. Þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi og eru verkin sem vinna til verðlauna og viðurkenninga sýnd á veglegri sýningu sem undanfarin ár hefur verið haldin í tengslum við HönnunarMars.

Innsendingar í keppnina eru opnar öllum, enda er markmið keppninnar að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Félagar í FÍT fá afslátt af innsendingargjöldum.

Keppnin okkar heldur áfram að þróast eins og fyrri ár, með það að markmiði að styrkja hana og stækka.

Allar upplýsingar um keppnina er að finna hér: http://keppni.teiknarar.is