Félag íslenskra teiknara
Tilgangur Félags íslenskra teiknara er að gæta hagsmuna teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga. Félaginu er ætlað að efla og styrkja atvinnugreinina með faglegri fræðslu, sýningum o.fl. Félagið veitir félagsmönnum sínum aðstoð við fagleg og lögfræðileg atriði og gætir réttinda félagsmanna sinna.
Hafa samband
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum
Facebook
Instagram
Opið fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024
Við höfum opnað fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024. Frestur til að skila inn er til og með föstudeginum 16. febrúar 2024.
Við minnum félagsfólk að greiða greiðsluseðla ársgjalda áður en gengið er frá greiðslu fyrir innsendingar. Félagsfólk fær 50% afslátt af innsendingargjöldum.
Greiðsluupplýsingar — FÍT verðlaunin 2024
Söluaðili FÍT verðlaunanna er Félag íslenskra teiknara (530169-5379). Hægt er að hafa samband við FÍT varðandi greiðslur í gegnum almennt@teiknarar.is. 3 dögum eftir að innsendingarfresti lýkur er ekki hægt að fá endurgreitt fyrir innsendingu, en fram að því er að hægt að sækja um endurgreiðslu í gegnum netfangið almennt@teiknarar.is. Verð á innsendingum er mismunandi milli flokka, frá 20.000 til 25.000 kr. Meðlimir FÍT fá 50% afslátt af innsendingargjöldum. Frítt er fyrir nemendur í grafískri hönnun að senda inn í nemendaflokk.
Um FÍT verðlaunin
FÍT verðlaunin eru haldin árlega. Þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi og eru verkin sem vinna til verðlauna og viðurkenninga sýnd á veglegri sýningu sem undanfarin ár hefur verið haldin í tengslum við HönnunarMars.
Innsendingar eru opnar öllum, enda er markmið verðlaunanna að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Félagar í FÍT fá afslátt af innsendingargjöldum.