Félag íslenskra teiknara

Tilgangur Félags íslenskra teiknara er að gæta hagsmuna teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga. Félaginu er ætlað að efla og styrkja atvinnugreinina með faglegri fræðslu, sýningum o.fl. Félagið veitir félagsmönnum sínum aðstoð við fagleg og lögfræðileg atriði og gætir réttinda félagsmanna sinna.

Hafa samband

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum
Facebook
Instagram

Tilgangur

Meðlimir í FÍT eru meðlimir í Hönnunarmiðstöð og Myndstef. Einnig fá þeir lægri innsendingargjöld í FÍT verðlaunin.

Árgjald er 15.000 kr. og er greitt í gegnum heimabanka í upphafi árs.

Stjórn FÍT 2023–2024

Félagsaðild

Til að gerast félagi í FÍT verður viðkomandi að hafa lokið þriggja ára námi í grafískri hönnun eða myndlýsingum við Listaháskóla Íslands (áður MHÍ), Myndlistaskóla Akureyrar eða í sambærilegum skóla erlendis. Undanþágur eru veittar fyrir þau sem sannað geta kunnáttu sína með mismunandi vinnusýnishornum og hafa aðaltekjur sínar af þessari atvinnugrein.

Nemar í viðurkenndu námi í grafískri hönnun eða myndlýsingum greiða ekki félagsgjöld meðan á námi stendur. Fyrsta ár eftir útskrift er greitt ½ árgjald.

ADC*E

FÍT er aðildarfélagi að Art Directors Club of Europe eða ADC*E sem eru samtök félaga evrópskra hönnuða og auglýsingagerðarfólks. Verk sem vinna til verðlauna í hinni árlegu FÍT keppni öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri samkeppni ADC*E þar sem það besta í grafískri hönnun og auglýsingagerð í Evrópu er verðlaunað ár hvert. Keppnin er dæmd af um 50 fagaðilum alls staðar að úr Evrópu, en FÍT sendir árlega dómnefnd úr röðum félagsins. Formaður FÍT á sæti í stjórn ADC*E.

Heimasíða ADC*E:  www.adceurope.org 

Merki félagsins

Merki FÍT er hannað af Atla Hilmarssyni, sem sigraði í samkeppni sem var haldin meðal félagsmanna árið 1993 þegar FÍT varð 50 ára. Merkið er byggt á letrinu Akzidenz Grotesk. Ásamt merkinu skilaði Atli einnig inn útliti fyrir helsta kynningarefni félagsins, svo sem nafnspjöld, bréfsefni, umslög, fréttabréf og fleira.

Merki FÍT