Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í fagfélög
    • English
    • Íslenska

Leirlistafélag Íslands

Leirlistafélag Íslands er fagfélag leirlistamanna á Íslandi. Hlutverk félagsins er að efla þekkingu á faginu með sýningum og fræðslu. Félagið hefur það að leiðarljósi að gæta hagsmuna félagsmanna og efla samheldni þeirra auk þess að stuðla að framþróun í faginu.

Skráðu þig í félagið

  • Um félagið
  • Keramikhönnuðir/leirlistafólk
  • Félagar
  • Lög félagsins
  • Umsókn
  • Fréttir

Félagið var stofnað í mars 1981 og bar nafnið félag íslenskra leirlistamanna. Félagið var ætlað öllum menntuðum leirlistamönnum hvort sem þeir unnu að nytjalist eða frjálsri myndlist. Takmarkið var og er að efla veg og virðingu greinarinnar á Íslandi ásamt því að koma upp faglegu félagi með sambönd út í heim svo íslenskt leirlistafólk gæti fylgst með straumum og stefnum sem víðast. Nafn félagsins í dag er Leirlistafélag Íslands.

Stjórn

Formaður:

Guðný Rúnarsdóttir

neogvud@gmail.com

Gjaldkeri:

Sigríður Guðsteinsdóttir

sissa1962@gmail.com

Ritari:

Helga Arnalds

helga@tiufingur.is

Meðstjórnendur:

Ingibjörg Torfadóttir

itorfa@gmail.com

Sunna Sigfríðardóttir

sigfridarsunna@gmail.com

Ylona Super

ydsuper@gmail.com

Upphaf félagsins

Upphaf leirlistar á Íslandi er rakin frá árinu 1930 þegar Guðmundur frá Miðdal stofnaði Listvinahúsið, fyrstu leirmunagerð landsins. Hann hóf markvissar rannsóknir á íslenskum leir og nýtti hann í verk sín. Guðmundur lét smíða fyrir sig kolakynntan leirbrennsluofn í Þýskalandi og var það hátíðleg og söguleg stund þegar hann var opnaður eftir fyrstu brennslu. Leirmunagerð Guðmundar var sú eina hér á landi í langan tíma.

Eftir síðari heimsstyrjöldina þegar samgöngur urðu auðveldari milli landa fóru margir í listnám erlendis og komu heim með nýja strauma og stefnur. Um 1950 voru hér starfandi þrjá leirmunagerðir. Laugarnesleir sem hjónin Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir stofnuðu. Leirmunagerð Benedikts Guðmundssonar að Sjónarhóli við Bústaðaveg í Reykjavík og Leirmunagerðin Funi þar sem Ragnar Kjartansson var meðeigandi. 1957 var Funi lagður niður en tæki og tól þess notaði Ragnar til að stofna Glit sem varð stórfyrirtæki og vel þekkt bæði innanlands og utan. Upp úr þessu fóru fleiri og fleiri erlendis að nema leirlist og settu upp sín eigin verkstæði eftir nám. Margir þeirra stigu sín fyrstu skref í Glit.

1969 var stofnuð keramikdeild við Myndlista og handíðaskólann og var Jónína Guðnadóttir fyrsti umsjónarmaður deildarinnar sem útskrifaði um þrjátíu nemendur fyrsta áratuginn.

1979 tóku nokkrir leirlistamenn sig saman og héldu sýningu sem þeir kölluðu “Líf í Leir” þessi sýning markaði tímamót því hún varð kveikjan að stofnun Félags Íslenskra Leirlistamanna. Stofnfélagar voru 11 talsins og fyrsti fundur var haldinn 17. febrúar 1981.

Stofnfélagar eru:

Borghildur Óskarsdóttir

Edda Óskarsdóttir

Elísabet Haraldsdóttir

Gestur Þorgrímsson

Guðný Magnúsdóttir

Haukur Dór

Jóna Guðvarðardóttir

Jónína Guðnadóttir

Kolbrún Björgólfsdóttir

Sigrún Guðjónsdóttir

Steinunn Marteinsdóttir.

Félagið hét fyrst um sinn Félag Íslenskra Leirlistamanna en í daglegu tali manna á milli var það yfirleitt kallað Leirlistafélagið og seinna var nafninu breytt í Leirlistafélag Íslands. Það hefur í gegn um tíðina staðið fyrir og haft hönd í bagga með mörgum sýningum og öðrum uppákomum sem tengjast leirlist og keramikhönnun félagsmanna innanlands og erlendis ásamt því að greiða götu fyrir erlenda listamenn sem hafa viljað sýna hér á landi. Fyrsta samsýning félagsmanna í nafni félagsins var í Listmunahúsinu á Listahátíð árið 1982 og hét einfaldlega “Leirlist 82”.

Félagsstarfið hefur verið líflegt í gegn um tíðina, heimsóknir á vinnustofur, sýningar skoðaðar og brennslumót haldin þar sem mismunandi brennsluaðferðir hafa verið prófaðar.

Um haustið 1982 var stofnfundur SÍM með fulltrúum allra myndlistafélaga, fyrstu fulltrúar Leirlistafélags Íslands í stjórn SÍM voru Jóna Guðvarðar og Borghildur Óskarsdóttir. Það má til gamans geta að árgjald Leirlistafélagsins þetta ár var kr.200 og kr.500 hjá hinu nýstofnaða félagi SÍM.

Leirlistafélag Íslands lagði mikla áherslu á það á fyrstu árunum frá stofnun að safna gögnum og upplýsingum um sögu leirlistar á Íslandi. Án þessarar vinnu væri sjálfsagt margt glatað og gleymt.

Árið 1993 voru hjónin Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna) og Gestur Þorgrímsson gerð að fyrstu heiðursfélögum Leirlistafélagsins við hátíðlega athöfn.

Þær sýningar sem taldar eru upp hér eru aðeins örfáar af þeim sýningum og uppákomum sem félagið hefur staðið fyrir.

1995 var vegleg sýning á leirlist á Kjarvalsstöðum og í tengslum við hana skrifaði Eiríkur Þorláksson bók um sögu Leirlistar á Íslandi.

1996 var afmælissýning félagsins “Leir í lok aldar” haldin í Hafnarborg.

2000 var Gjörningurinn “Logandi List” framkvæmdur í miðbæ Reykjavík í tilefni af þvi að “Reykjavík Menningarborg 2000”

Vinnustofa á Korpúlfsstöðum var tekin á leigu haustið 2008 og var það stórt skref í sögu félagsins. Félagið fjárfesti í ofni og öðrum græum sem nauðsynlegar eru á keramik verkstæði. Vinnustofan var leigð út til félagsmanna og annarra sem menntun höfðu í keramiki. Hún var starfrækt í 17 ár eða þar til vorið 2025 þegar hún var lögð niður.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200