Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Lífsferilsgreining (LCA) á Nýja Skerjafirði og Vottanir á eigin skinni

2. febrúar 2023

Á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri ársins, þann 7. febrúar nk., verður meginþemað lífsferilsgreiningar og sjálfbærnissvottanir. Hjördís Sóley Sigurðardóttir, arkitekt, heldur fyrirlesturinn Lífsferilsgreining (LCA) á Nýja Skerjafirði – Mikilvægi þess að íhuga efnisval í deiliskipulögum. Björn Gubrandssons, arkitekt, heldur fyrirlestur um fjölbreytta reynslu af sjálfbærnivottunum bygginga og skipulagsverkefna hjá ARKÍS arkitektum. Þegar ARKÍS flutti á nýjan stað var niðurstaðan að prófa Svansvottun á eigin skinni og mun Björn segja frá þeirri reynslu.

Hjördís Sóley Sigurðardóttir lauk nýverið meistaranámi í umhverfis-og auðlindafræði við HÍ. Í meistaraverkefninu var sérstök áhersla lögð á losun gróðurhúsalofttegunda. Rannsóknin var gerð á nýlega samþykktu deiliskipulagi á íbúðarhverfi Nýja Skerjafjarðar, fyrsta áfanga. Í fyrirlestrinum mun Hjördís kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á lífsferilsgreiningu á skipulagi Nýja Skerjafjarðar og þá hvernig lífsferilsgreining getur stuðlað að því að minnka umhverfisáhrif framtíðar skipulags.


Björn Guðbrandsson hefur starfað sem arkitekt í rúmlega 20 ár og er einn eigenda ARKÍS arkitekta. Hann lauk Meistaragráðu í arkitektúr við Columbia háskóla í New York og Bakkalárgráðu í umhverfishönnun frá Texas A&M háskóla. Björn er margverðlaunaður sem höfundur í hönnunarsamkeppnum auk þess sem hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Hann er ötull talsmaður sjálfbærrar byggðar og starfar eftir þeirri megin hugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar.

Fyrirlesturinn er öllum opinn!

Hvenær: Þriðjudaginn 7. febrúar kl 20.00

Hvar: Fenjamýri í Grósku (salur gengt Veru mathöll)

Dagsetning
2. febrúar 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Fyrirlestur