Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Af tösku ertu kominn

30. apríl 2023

Saga um framhaldslíf. Hvernig getur fartölvutaska orðið að stórum sófa? Svarið við þeirri spurningu er samofið sífelldri leit Icelandair að nýjum leiðum til að flétta endurnýtingu inn í daglega starfsemi. Kíktu við í Hörpu á HönnunarMars og sjáðu afrakstur samstarfs Rebekku Ashley vöruhönnuðar og Icelandair.

Þegar kom að því að taka til í geymslunum í aðdraganda flutninga höfuðstöðva Icelandair fundust þó nokkuð magn af gölluðum fartölvutöskum. Töskurnar urðu að fá framhaldslíf og því var haft samband við Rebekku Ashley vöruhönnuð því hennar sýn á endurnýtingu og sjálfbærni er innblástur fyrir okkur öll. 

Rebekka Ashley er vöruhönnuður, útskrifuð frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Hún varð snemma hluti af verkefninu Flock till you drop sem beinir sjónum fólks að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem til fellur. Verkefnið hefur haft mikil áhrif á Rebekku því í dag er umhverfisvitund, sjálfbærni og endurnýting uppsprettan að allri hennar sköpun. 

Frá hugmynd að vöru 

Rebekka byrjaði með þrjár hugmyndir sem allar áttu það sameiginlegt að búa yfir notalegu notagildi. Hún hannaði skýlaga höfuðpúða til að hvíla þreytta kolla á ferðalagi. Einnig fæddust skýlaga skór fyrir þau sem vilja svífa um á blágráu textíl skýi. Hugmyndin sem var valin til framleiðslu var mjúkur og fjallslaga sófi sem fékk nafnið Lög.  

Sköpunarferlið 

Fyrsta skrefið var hugmyndavinna. Rebekka sótti innblástur í sögu Icelandair og sögu flugs á Íslandi. Í þeirri sögu spila fjöll stórt hlutverk enda er áskorun að efla flugsamgöngur í landi sem er skorið þröngum fjörðum með háum fjöllum sem hafa áhrif á veður og vinda sem um þau leika. 

Með fjallsformin fyrir augum hóf Rebekka að taka í sundur yfir 600 fartölvutöskur, greina efnin, t.d. eftir hitaþoli svo meta mætti hvort um gerviefni væri að ræða, og flokka eftir bæði tegundum, lit og áferð. Að því loknu var hægt að sauma efnisbútana saman í heildstæðan textíl til að vinna með. Þá gat Rebekka klippt út formin og farið að sauma saman vísir að sófa. Ferlið þurfti hún að endurtaka margsinnis og þróaði hún aðferðina samhliða framvindu verkefnisins. 

Lög

Sófinn er óður til íslenskra fjalla. Rebekka fékk innblásturinn að lögun hans úr náttúrulegum formum fjallanna og hvernig þau form birtast í hæðarlínum sem notaðar eru við kortagerð. Þessi nálgun gefur sófanum einstakt útlit því hann byggist upp lag fyrir lag með mjúkum línum og forvitnilegu yfirbragði. 

Alls voru nýttar um 625 fartölvutöskur í sófann og allt sem féll til var nýtt. Rennilásar, segusmellur og önnur harðgerð efni voru nýtt í fyllingu í neðsta lag sófans. Efnisbútar og afgangar í bland við svamp og bómull voru nýtt í önnur lög hans.  

 Kíktu við í Hörpu á HönnunarMars og berðu gripinn augum!

–
Af tösku ertu komin á dagskrá HönnunarMars

Tengt efni

  • Afgangs auðlind verður að veröld vellíðanar

  • Framhald í næsta poka

  • HönnunarMars fyrir áhugafólk um arkitektúr

Dagsetning
30. apríl 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars
  • Icelandair

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200