Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

20. október 2020

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er að almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2021 og fer úthlutun fram þann 4. mars.

Um er að ræða fyrstu úthlutun ársins 2021 en stjórn Hönnunarsjóðs er búin að festa dagsetningar varðandi umsóknarfresti og úthlutanir næsta árs.

UMSÓKNARFRESTIR 2021

Almennir- & ferðastyrkir

20. október 2020 – 4. febrúar 2021
Úthlutun 4. mars 

Almennir- & ferðastyrkir

9. mars– 2. september
Úthlutun 7. október

Hér má sjá styrkþega síðustu úthlutunar Hönnunarsjóðs fyrir helgi. Teikning eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.

Þróunar- og rannsóknarstyrkir 

Er ætlað að styrkja rannsóknir og þróun nýrra hugmynda eða lausna. Þróunar- og rannsóknarstyrkir geta að hámarki numið 2 milljónum króna. Verkefni sem hlotið hefur þróunar- og rannsóknarstyrk á möguleika á að fá verkefnastyrk síðar.

Verkefnastyrkir 

Er ætlað að styrkja nýjar hugmyndir eða lausnir sem búið er að þróa og móta og eru komin á útfærslu- og framkvæmdastig. Verkefnastyrkir geta að hámarki numið 5 milljónum króna. Verkefni sem hlotið hefur verkefnastyrk á möguleika á að fá markaðs- og kynningarstyrk síðar.

Markaðs- og kynningarstyrkir 

Er ætlað að styrkja verkefni sem komin eru af útfærslu- og framkvæmdastigi og eru fullmótuð og tilbúin til markaðssetningar. Markaðs- og kynningarstyrkir geta að hámarki numið 2 milljónum króna.

Ferðastyrkir 

Er ætlað að auka möguleika hönnuða og arkitekta á því að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum eða viðskiptastefnumótum. Hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir einn einstakling eða fleiri til sömu ferðar. Veittir verða allt að 15 ferðastyrkir í hverri úthlutun að upphæð 100 þúsund hver.

Dagsetning
20. október 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður
  • Styrkir