Magnea kynnir línuna Made in Reykjavik

16. október 2020

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir sem hannar undir merkinu MAGNEA frumsýnir nýja línu í dag sem ber heitir Made in Reykjavík. Hún samanstendur af yfirhöfnum úr ull og er öll framleidd á höfuðborgarsvæðinu. Línan verður frumsýnd með myndbandi á vefsíðunni Trendnet.is í dag, 16. október, kl. 12.

MAGNEA er hugarfóstur fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur en hún byrjaði að hanna undir eigin nafni strax eftir útskrift frá Central St Martins í London 2012. Fyrirtækið stofnaði hún svo árið 2015. Nýjasta línan kallast Made in Reykjavík og á titillinn að vekja athygli á uppruna vörunnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Ljósmyndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir.

Mig langaði að prófa að þróa hágæða tískuvöru þar sem öll stig hönnunarinnar, allt frá efnisvali til framleiðslu, færu fram innan Reykjavíkur og bjóða þannig upp á sjálfbærari vöru um leið og kolefnisspor er í lágmarki. Ég er vön að sýna nýjar línur á lifandi viðburðum, tískusýningum, en í þetta skipti var það ekki hægt svo ég gerði myndband í samstarfi við frábært teymi og ákvað að sýna ferli vörunnar ekki síður en útkomuna.

Magnea Einarsdóttir

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Magnea segir í samtali við Fréttablaðið finna fyrir auknum áhuga á hönnun hennar og íslenskri hönnun almennt í kjölfar heimsfaraldursins.

„Ég held að fólk sé almennt að staldra við og líta sér nær, huga að smærri fyrirtækjum og blómstrandi atvinnugreinum sem er jákvæður punktur í öllum þeim áskorunum sem við stöndum saman frammi fyrir. Ég hef verið að vinna að þessu verkefni síðan í vor og það var auðvitað bara frábært að hafa möguleika á að vinna að öllum skrefum hér á Íslandi á meðan allur heimurinn var lokaður,“ segir hún.

Magnea er í hópi kröftugra íslenskra hönnuða sem standa að baki hinni vinsælu hönnunarbúð Kiosk sem var opnuð á nýjan leik úti á Granda í sumar.

Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður

Hér má sjá myndbandið í heild sinni. Videografía : Studio Fræ, Kóreógrafía: Margrét Bjarnadóttir, Listræn stjórnun: Magnea Einarsdóttir, Módel: Birta Abiba, Margrét Bjarnadóttir, Rósa Bóasdóttir, Sandra Gunnarsdóttir, Urður Vala,  Stílísering: Júlía Grønvaldt, Förðun og hár: Ester Rut Þórisdóttir og Sara Björk Þorsteinsdóttir Aðstoð á setti: Birgitta Björnsdóttir og María Sanchez.

magnea.reykjavik
Síðar í vikunni frumsýnum við nýja línu í formi videoverks í samstarfi við @trendnetis ✨ . . Made in Reykjavík er lína af yfirhöfnum úr íslenskri ull. Með því að vinna að öllum stigum hönnunarinnar allt frá efnisvali til framleiðslu, innan Reykjavíkur, miðum við að því að bjóða upp á sjálfbærari vöru um leið og við lágmörkum kolefnisfótspor ✨
Dagsetning
16. október 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Ljósmyndir
Íris Dögg Einarsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun