DesignTalks 2022 - COMPANY, Aamu Song og Johan Olin, listamenn og hönnuðir

6. apríl 2022

Listamennirnir og hönnuðirnir Aamu Song og Johan Olin; COMPANY koma fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga. 

COMPANY eru Aamu Song og Johan Olin, með aðsetur í Helsinki í Finnlandi þar sem þau reka verslun sína, Salakauppa. Þau eru  listamenn og hönnuðir, en vinna oft meira eins og rannsóknarlögreglumenn. Verk þeirra og vörur eru reglulega sýnd og seld í galleríum og söfnum víða um heim, s.s. MOMA, MUJI, Artek og Hönnunarsafninu í Helsinki.

Þau heimsækja staði þar sem iðnaðararfleifðin er mikil og vinna með því handverksfólki til að skapa ný verk sem hygla gömlum aðferðum og handverkinu. 

Aamu Johan hafa unnið með hefðbundum framleiðendum, frá árinu 2007, sem hefur orðið að “leyndarmála” seríunni, fyrst Secrets of Finland, þá Secret of Korea, svo Belgium, Estonia, Japan, USA, Mexico - og á meðan á heimsfaraldri stóð ferðuðust þau til Ímyndunarlands.

Þessa stundina eru þau að vinna með “fjöll og úfinn sjó” í Lofoten í Noregi.

Forsölu lýkur á miðnætti í dag, 6. apríl,  svo við mælum með að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða.

DesignTalks 2022 snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu og stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen, sem tengir samtalið alþjóðlegu samhengi og dregur fram mikilvægi þess fyrir breiðari hóp. 

Dagskrá dagsins verður ferðalag um fornar aðferðir, seiglu, handverk og frumbyggja visku, um tilraunir til endurhugsunar núverandi kerfa, viðbragð við krísuástandi, hönnun upplýsinga, tækni og gagnalæsi yfir í útvíkkaða raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.

Þetta verður hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar.”
- Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks.

Búið er tilkynna þau Anders Lendager, arkitekt, framkvæmdastjóra og stofnanda Lendager Group,  Liam Young, leikstjóra og sci-fi arkitekt, Giorgiu Lupi, upplýsingahönnuð og partner hjá PentagramStefán Laxness, arkitekt og fræðimann og Valdís Steinarsdóttir, hönnuð.

Það stefnir í fjölbreyttan dag í Hörpu þann 4. maí  - fylgstu með hér er við tilkynnum hverjir fleiri koma fram á DesignTalks 2022.

DesignTalks er lykilviðburður HönnunarMars hátíðarinnar sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. - 8. maí!

Dagsetning
6. apríl 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög
  • DesignTalks
  • HönnunarMars