DesignTalks talks - Hvað nú?

18. desember 2023

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er fjögurra þátta sería innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Anna Gyða Sigurgísladóttir hefur umsjón með þáttunum þar sem hún talar við hönnuði, arkitekta og framtíðarrýna frá ólíkum fagsviðum.

Hvað nú?

Í þessari fjögurra þátta seríu er kafað í sköpunarferlið, eðli sköpunar og hönnunarhugsunar þvert á greinar, fjallað um efni í hönnunarheiminum í dag og spurt spurninga á borð við; hvert er hlutverk hönnunar og arkitektúrs þegar kemur að loftslagsbreytingum, líðan og heilsu fólks? og hvernig frásagnarlist getur verið öflugt verkfæri í hönnun og mikilvægi þess að endurskilgreina kerfi fyrir sjálfbærni og þverfaglegt samstarf.

Dagsetning
18. desember 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • DesignTalks
  • Greinar
  • HönnunarMars