DesignTalks talks - Hvað nú? Annar þáttur: Tölum um efni

18. desember 2023
Ingvar Helgason hönnuður á sviðinu á DesignTalks 2023.

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í öðrum þætti er fjallað um efni í hönnunarheiminum í dag og kynnumst við hönnuðum sem eru að finna ný efni og forvitnast um ferlið að baki hönnunar og framleiðslu slíkra efna frá grunni.

Mannkynið stendur frammi fyrir elleftu stundu og ákall um sjálfbærari lausnir hefur aldrei verið háværara. DesignTalks fjallar um þær áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir og mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum.

Hönnuðir og arkitektar um allan heim eru að skoða og finna upp ný efni sem hafa sjálfbærari og vistvænni áhrif á plánetuna okkar. Við veltum fyrir okkur hlutverki þeirra í sjálfbærari og jarðvænni heimi og spyrjum: Hvaða áhrif hafa efni á daglegt líf okkar? Þurfum við að umbreyta úreltum kerfum? Kanna aðra vistfræði? Hvernig er hægt að vekja hugrekki, von og róttæka samfylgd með móður náttúru?

Í þessum þætti sest Anna Gyða Sigurgísladóttir, niður með Jan Dobrowolski, arkitekt hjá Lúdika arkitektum og hönnuðinum Valdísi Steinarsdóttur og stofnanda Vitro Labs Ingvari Helgasyni, sömuleiðis heyrum við í Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA og stofnandi Design Emergency sem flutti erindi á ráðstefnunni. 

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður er stjórnandi DesignTalks.

Anna Gyða Sigurgísladóttir, Ingvar Helgason og Valdís Steinarsdóttir.
Dagsetning
18. desember 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • DesignTalks
  • Greinar
  • HönnunarMars