Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Dialogue on Design in Nature - Finnland

5. maí 2022
Anna María Bogadóttir, stjórnandi ásamt Tinnu Gunnarsdóttur, Manu Humppi, Örnu L. Þorgeirsdóttur frá Sendiráði Íslands í Finnlandi.

Hvernig hönnun við og byggjum á afskekktum svæðum og af hverju ættum við að gera það?

Anna María Bogadóttir, arkitekt, stýrði nýlega samtölum um hönnun í norrænni náttúru í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Sendiráðin héldu hvert um sig sérstakan viðburð í aðdraganda HönnunarMars, sem fer fram í Reykjavík 4. til 8. maí nk. Anna María fékk til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. Samtölin eru hluti af verkefninu Hönnun í norrænni náttúru, sem Anna María leiðir fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við norrænan stofnanir og sérfræðinga. 

Samtölin koma nú út í fjögurra þátta hlaðvarpsseríu sem allir geta hlustað á, Dialogue on Design in Nature. Hlaðvörpin eru á ensku. 

Er hægt að hanna samband okkar við náttúruna? Hvernig ýtir hönnun undir og styrkir tengsl okkar við náttúruna? Þetta eru meðal spurninga sem verkefnið Hönnun í norrænni náttúru varpar ljósi á. Verkefnið er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og snýr að stærra framtaki sem fjallar um sjálfbæran ferðamennsku á Norðurlöndunum. Með völdum verkefnum er varpað ljósi á fjölbreyttar hönnunarlausnir sem ýta undir verndun náttúrunnar og hvetja til ábyrgðar í umgengni við náttúruna. Verkefnin voru valin með því að skoða söguna, staðbundnar hönnunarhefðir og reynt að sjá fyrir möguleika framtíðarinnar sem liggja í nýrri tækni, samstarfi og nýsköpun.

Hlaðvörpin voru tekin upp í bústöðum sendiherra  Íslands á Norðurlöndunum í samstarfi við sendiráðin, Íslandsstofu og norræna samstarfsaðila verkefnisins. 

Tinna Gunnarsdóttir og Manu Humppi

Þátttakendur í samtali í Sendiráði Íslands í Finnlandi

Tinna Gunnarsdóttir  nam hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið eigin hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Tinna nýtir hönnunarrannsóknir og nytjahluti hversdagsins til að skoða umhverfi sitt, hvort sem það á við um einkarými heimilisins eða náttúrulegt samhengi. Hún setur efni og tækni í óvæntar aðstæður og skapar þannig ný sjónarhorn, útvíkkaða upplifun, kynlegt samhengi. Íslenskt landslag hefur haft mikil áhrif á meðvitund hennar og rýmisskilning, sem hún svo miðlar í gegnum efnislæga hluti.

Manu Humppi er arkitekt með mikinn áhuga á útivist. Langar gönguferðir og náttúran knúðu hann til þess að sameina vinnu og ánægju með því að verða arkitekt óbyggðanna. Bókin hans „Torfkofar og óbyggðarskálar“ (Kirjakaari 2014) var byggð á samnefndri ritgerð sem hann skrifaði nokkrum árum áður. Síðan þá hefur hann hannað slíkar byggingar og haldið fyrirlestra um þær. Auk minni bygginga hefur Manu unnið að fjölbreyttum verkefnum með nokkrum arkitektastofum í Tampere, Finnlandi. Hann er framkvæmdastjóri ArkkitehtuuritoimistoVihanto& Co, lítillar arkitektastofu sem vinnur aðallega að hönnun íbúabygginga. 

Stjórnandi:

Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar arkitektúr og vinnur með arf, frásagnir og miðlun sem umbreytandi afl í byggðu umhverfi. Hún er stofnandi Úrbanistan sem fæst við fjölbreytt hönnunar-, varðveislu-, og skipulagsverkefni auk þess að stunda útgáfu, sýninga- og kvikmyndagerð er snýr að eðli og umbreytingu manngerðs umhverfis. Anna María hefur mikla reynslu af stefnumótandi hönnun á landsvísu og alþjóðlegum vettvangi. Hún leiðir verkefnið Hönnun í norrænni náttúru fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Anna er lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.

Hlustaðu á hlaðvarpið hér

Myndir frá viðburðinum hér

Tengt efni

  • Dialogue on Design in Nature - Danmörk

Dagsetning
5. maí 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200