Distributed Design Academy býður hönnuði á Íslandi til þátttöku í áhugaverðu námi á netinu í október 2020

10. ágúst 2020

Distributed Design Academy býður hönnuði á Íslandi til þátttöku í áhugaverðu námi á netinu í október 2020.

Námið fer fram á netinu og miðast að því að auka færni hönnuða til að starfa með stafrænni framleiðslutækni og leyfa sköpurum að kynnast nýjum og vaxandi markaði.  Námið byggir ofan á þá þekkingu sem þátttakendur hafa og boðið verður upp á sérstakan samstarfsvettvang milli þeirra á netinu þar sem þeir geta unnið saman.


15 þátttakendur verða valdir víðsvegar að frá Evrópu til þess að  taka þátt í 5 módúlum og vinna saman að áhugaverðum verkefnum.

Módúlarnir verða:

  • Uppbygging viðskiptamódels: Hvernig á að skapa viðskiptamódel og stefnu.
  • Hönnun til góðs: Skynsamleg og ábyrg hönnun (t.d. opin, aðgengileg og aðlaganleg), grunnatriði hringrásarhagkerfisins.
  • Skölun framleiðslu: Staðbundin framleiðsla, stafræn framleiðsla og grunnatriði Fab City hugmyndafræðinnnar
  • Samskiptahönnun:   Uppbygging frásagnar í kringum vörur og hvernig á að koma þeim á markað.
  • Hafðu áhrif:  Að skapa raunveruleg áhrif á heiminn með dreifðri hönnun. (e. distributed design).

Umsóknarfrestur er til og með 25.ágúst og er ekkert þátttökugjald.

Nánari upplýsingar veitir Frosti Gíslason, verkefnastjóri Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands - frosti@nmi.is s. 861 5032

 

Dagsetning
10. ágúst 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands