Námskeið fyrir arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

31. janúar 2024

NÁMSKEIÐ FYRIR ARKITEKTA

Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.

Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf kóða sem sendur var til allra félagsmanna í fréttabréfi. Vantar þig kóðann? Sendu póst á ai@ai.is

Námskeið

Lífsferilsgreiningar í byggingaiðnaði

Kennarar: Helga María Adolfsdóttir, byggingarfræðingur hjá Mannvit og Lilja Sigurrós Davíðsdóttir, byggingarverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.

Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 12:30 — 17:30.

Hvernig á að lækka kolefnisspor í byggingariðnaðinum? Markmið námskeiðsins er að kynna hugmyndafræði lífsferilsgreininga, eða LCA, og byggja upp hæfni og þekkingu til þess að innleiða LCA í hönnunarferlið.

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðarfræði LCA og hvernig má nýta greiningarnar til ávinnings í hönnun og efnisvali. Farið verður yfir þróun á LCA í nágrannalöndum og hvaða kröfum má búast við á næstu árum hér á landi. Nemendur munu gera verkefni á námskeiðinu með hugbúnaðinum One Click LCA þar sem að nemendur fá að spreyta sig á samanburðargreiningu og einfaldri LCA greiningu.

Skráning til og með 29. janúar

Skipulag og hönnun - SÁLRÆN ÁHRIF AF NÁTTÚRU OG BYGGÐU UMHVERFI Á LÍÐAN

Kennari: Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.

Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7,

fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 8:30 — 12:00

Á námskeiðinu verður rætt um þau áhrif sem náttúra og manngert umhverfi getur haft á líðan fólks. Fjallað er um hvernig megi bæta gæði umhverfis og þannig stuðla að vellíðan og bættri heilsu. Námskeiðið er ætlað hönnuðum sem vilja auka þekkingu sína á því hvernig hanna megi manngert umhverfi sem eykur vellíðan og heilbrigði fólks.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna, skoða og ræða áhrif náttúru og byggðs umhverfis á andlega, líkamlega og félagslega líðan fólks út frá umhverfissálfræði. Umhverfissálfræði er víðfeðm og mjög rísandi grein innan sálfræðinnar. Hún hefur ótalmarga snertifleti og hefur því nýst afar vel í þverfaglegri vinnu af ýmsu tagi.

Tilgangur námskeiðsins er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi sálrænna áhrifa umhverfisins í hinu daglega amstri. Jafnframt að sýna hvernig nýta megi þekkingu umhverfissálfræðinnar til sköpunar á manngerðu umhverfi.

Snemmskráning til og með 12. febrúar

Áhrif umhverfis innandyra

Kennari: Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.

Þriðjudaginn 5. mars,
kl. 8:30 — 12:00

Réttarstaða verkkaupa og verktaka

Kennarar: Bjarki Þór Sveinsson hrl. lögmaður og Jörgen Már Ágústsson, lögmaður.

Þriðjudagur 12. mars, kl. 9:00 — 15:30

Beiting ÍST 30 í framkvæmd

Kennarar: Bjarki Þór Sveinsson hrl. lögmaður og Jörgen Már Ágústsson, lögmaður.

9., 11. og 16. apríl, kl. 9:00 — 12:00

Dagsetning
31. janúar 2024
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr