Þér er boðið í útgáfuhóp- ,,Á elleftu stundu"

1. nóvember 2023

Föstudaginn 3. nóvember kl. 14.00 heldur Þjóðminjasafn Íslands útgáfuhóp um bókina Á elleftu stundu eftir Kirsten Simonsen. Bókin segir frá ferðum danskra og íslenskra arkitektanema um Ísland á 8. áratugnum en þá ferðuðust þeir ásamt kennurum um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og komu þar með í veg fyrir að hann tapaðist.

Bókin Á elleftu stundu varpar ljósi á þessar námsferðir og í henni birtist fjöldi mynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður.

Kirsten Simonsen höfundur kynnir bókina og Søren Vadstrup arkitekt og lektor við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn flytur erindi um uppmælingar sem rannsóknaraðferð.Erindi hans verður í gegnum fjarfundabúnað.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Léttar veitingar. Bókin verður á tilboðsverði í útgáfuhófinu

Dagsetning
1. nóvember 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr