Tískusýning 2 árs nema í fatahönnun við LHÍ

31. október 2023

Verkefnið Misbrigði er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýningin verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið inn ofan við húsið. Sýningin fer fram tvisvar, kl. 18 og kl. 19 og aðgangur ókeypis.

Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.

Nemendurnir sem sýna í ár eru:

 • Arnar Freyr Hjartarson
 • Birnir Snær Ingason
 • Ella Pippilotta Mahler
 • Fríða Björg Pétursdóttir
 • Guðlín Theódórsdóttir
 • Hallgerður Thorlacius Finnsdóttir
 • Hannes Hreimur Arason Nyysti
 • Helgi Þorleifur Þórhallsson
 • Íris Ólafsdóttir
 • Kári Þór Barry
 • Klara Sigurðardóttir
 • Vilborg Björgvinsdóttir

Tískusýningin verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið inn ofan við húsið.

Tískusýningin verður sýnd tvisvar, kl. 18 og kl. 19. Hægt er að nálgast ókeypis miða á tix.is

Dagsetning
31. október 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

 • Greinar
 • Fatahönnun