Framúrskarandi hönnun fagnað

19. nóvember 2019

Það var hátíðleg stemming í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaun Íslands 2019 voru afhent Genki Instruments auk þess sem Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og Omnom fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019. 



Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar afhenti aðalverðlaun kvöldsins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins afhenti viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Þá afhenti Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Heiðursverðlaun kvöldsins. 

Hönnunarverðlaun Íslands eru skipulögð af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafn Íslands með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.

Hér má sjá svipmyndir frá kvöldinu frá ljósmyndaranum Aldísi Pálsdóttur.

Dagsetning
19. nóvember 2019
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Aldís Pálsdóttir
ljósmyndari

Tögg

  • Hönnunarverðlaun
  • Greinar