Fyrirhuguð skoðunarferð um háskólasvæði HA í breyttri mynd

25. október 2023

Fyrirhuguð skoðunarferð um samkeppnissvæði innan Háskólans á Akureyri sem átti að fara fram á morgun, fimmtudaginn 26. október, fellur niður í þeirri mynd sem hún var auglýst. Í staðinn verður svæðið myndað og kynningarmyndband af svæðinu haft aðgengilegt fyrir alla þátttakendur með öðrum samkeppnisgögnum samkeppninnar.

Myndbandið verður gert aðgengilegt sem allra fyrst.

Við vonum að þessar breytingar á formi skoðunarferðarinnar hafi ekki neikvæð áhrif á keppendur.

Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri

Dagsetning
25. október 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr