Gunnar Hansson: Arkitektinn og verk hans

Gunnar Hansson (1925 – 1989) var einn af þeim arkitektum sem ruddi nýjum áherslum leið inn í húsbyggingar og hverfisskipulag hérlendis. Hafa nokkur verka hans verið valin í úrvalsflokk þess sem hæst ber í íslenskum arkitektúr á seinni hluta 20. aldar. Pétur H. Ármannsson skrifar um feril og verk Gunnars og skoðar þau í samhengi alþjóðlegs arkitektúrs um leið og hann varpar ljósi á ævi hans og samtíma.
Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Gunnars, auk fjölda húsateikninga arkitektsins sjálfs sem komið hafa fyrir augu afar fárra hingað til og varpa forvitnilegu ljósi á einn af okkar fremstu arkitektum. Bókin er á íslensku og ensku. Hún kemur út í nóvember en fæst nú á vefsíðu Kind útgáfu á sérstöku forsöluverði.






